Fólki finnst þægilegt að versla í tölvunni

,,Það má segja að hafi orðið sprenging í netverslun. Fólki finnst þægilegt að versla í símanum og tölvunni í stað þess að fara í stressið í verslunarmiðstöð. Margir kjósa að versla jólagjafir á netinu enda sparar netverslun sporin og auðveldar innkaupin. Margar netverslanir áforma aukinn kraft í netverslun nú fyrir jólin,” segir Þór Sigurðsson, sem stýrir vefsíðunni Kjarni.is sem er íslensk verslunarmiðstöð á netinu.

Kjarni.is er með tæplega 600 íslenskar netverslanir á einum stað en vefsíðan opnaði fyrir um tveimur árum. Netverslunum hefur fjölgað jafnt og þétt á Kjarni.is á þeim.

,,Það hefur orðið mikil fjölgun í íslenskum netverslunum. Netverslun er að aukast ár frá ári og fólk verslar fjölbreyttari vörur en áður. Verslun með fatnað, skó og íslenska hönnun á netinu hefur á undanförnum árum aukist til muna,” segir Þór.

Heimild: Viðskiptablaðið