Ævintýrið hefst hér

Við hjá Studio2.is hönnum nútíma snjall-vefi, sem aðlaga sig sjálfkrafa að öllum skjátegundum (e.responsive). Þetta þýðir að útlit og virkni notendaviðmóts aðlagar sig að skjástærð.  Þannig tryggjum við góða upplifun af vefsíðunni burt séð frá því hvaða tæki sé notað. Annað sem er mikilvægt í dag er sú forvinna sem þarf að fara í áður en vefsíða er hönnuð.

Greiningarvinna er mikilvæg og svarar spurningum eins og:
  • Hvaða markmið setjum við okkur með vefsíðunni?
  • Hver er markhópurinn?
  • Hvaða upplýsingum viljum við miðla?
  • Hvernig gerum við vefsíðuna áhugaverða?
  • Hvernig verður vefsíðan notuð?